Michael Caine, sá gamli refur

Snillingurinn Michael Caine ( The Cider House Rules ) er líklega að fara að birtast í endurgerðinni af The Italian Job, sem hann lék sjálfur aðalhlutverkið í árið 1969. Verður það smáhlutverk, líkt og hann gerði í endurgerð Get Carter með Sylvester Stallone. Ljóst er að eins og í upprunalegu Italian Job, koma til með að vera stórir bílaeltingaleikir um götur Ítalíu og má búast við gamansömum hasar á alla kanta.