Leikstjórinn og framleiðandinn Michael Bay hefur sjaldan verið gómaður að tala niður til sjálfs sín í viðtölum, né er hann þekktur fyrir að biðjast afsökunar á verkum sínum. Það kom því mörgum á óvart að Bay skuli biðjast afsökunar á sinni frægustu kvikmynd í viðtali við blaðið The Miami Herald á dögunum.
„Ég biðst afsökunar á Armageddon. Við þurftum að gera hana á 16 vikum og það var einfaldlega ekki sanngjarnt fyrir kvikmynd á svona skala. Ég ætlaði mér að gera seinni hluta myndarinnar mun betri en stúdíóið hrifsaði hana frá mér. Það var hræðilegt. Þess má geta að maðurinn sem sá um tæknibrellurnar fékk taugaáfall, svo ég þurfti að taka það algjörlega að mér. Ég var orðin svo ráðþrota að ég hringdi í James Cameron og spurði hann um ráð. Þrátt fyrir þetta allt saman þá gekk myndin vel.
Bay nær í afsökun sinni á snilldarlegan hátt að kenna kvikmyndaverinu um og í leiðinni koma því fram að hann sé góðvinur James Cameron. Annarsvegar talar hann frekar hóflega um gengi Armageddon því henni gekk mjög vel og halaði meðal annars inn 500 milljónir dala á heimsvísu. Aftur á móti voru gagnrýnendur ekki á sama máli og gáfu henni misgóða dóma.