Það er ansi ótrúlegt að á næsta ári verður liðinn áratugur síðan Men in Black II kom út. Þetta árabil gefur svolítið til kynna að þriðja myndin, sem frumsýnd verður í maí, sé ekki beint framhald sem áhorfendur hafa betlað eftir.
Hver veit? Kannski eru Will Smith, Tommy Lee Jones (kannski Josh Brolin líka?) og Barry Sonnenfeld meðvitaðir um hversu mikil vonbrigði seinasta mynd var.
Við höfum alveg hálft ár í það að ákveða hvort við eigum að vera spennt fyrir þessari mynd eða ekki.
Hér er fyrsti teaser-trailerinn: