Leikstjórinn Sam Mendes og leikarinn Kevin Spacey hafa ákveðið að starfa aftur saman. Síðast þegar þeir félagar unnu saman var útkoman Óskarsverðlaunamyndin American Beauty, þar sem Spacey fór á kostum í aðalhlutverkinu. Nú hafa þeir stofnað leikfélagið The Bridge Project sem mun starfa í leikhúsinu The Old Vic í London, þar sem Spacey er listrænn stjórnandi, og í New York. Á meðal leikritanna sem Mendes leikstýrir verður hið sígilda Hamlet.

