Mendes og Spacey starfa saman

Leikstjórinn Sam Mendes og leikarinn Kevin Spacey hafa ákveðið að starfa aftur saman. Síðast þegar þeir félagar unnu saman var útkoman Óskarsverðlaunamyndin American Beauty, þar sem Spacey fór á kostum í aðalhlutverkinu. Nú hafa þeir stofnað leikfélagið The Bridge Project sem mun starfa í leikhúsinu The Old Vic í London, þar sem Spacey er listrænn stjórnandi, og í New York. Á meðal leikritanna sem Mendes leikstýrir verður hið sígilda Hamlet.