Leikferill unglingastjörnunnar Mandy Moore ( A Walk to Remember ) er allur á uppleið. New Line Cinema er nú búið að gera við hana samning um að leika í rómantískri gamanmynd sem nefnist How To Deal. Fjallar hún um unga stúlku sem er búinn að fá nóg af misheppnuðum samböndum og ákveður að ástin sé ekki til. Skömmu síðar hittir hún síðan draumaprinsinn, og þá er aldrei að vita hvað skeður!!. Tökur hefjast í sumar.

