Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mig langaði ferlega mikið að gefa þessari mynd þrjár stjörnur. Ástæðan er sú að hún er svo allt öðruvísi en flestar unglinga-ástarsögu-formúlu-myndir, að hún á margfalt hrós skilið fyrir. Þið vitið hvaða formúlu ég er að tala um: Halló stelpan og töff strákurinn, þessi týpíska öskubusku-saga, þar sem halló stelpan er sett í makeover og verður allt í einu svaka falleg og töff strákurinn missir andlitið og fellur fyrir henni og hún verður vinsæl og allir lifa hamingjusamir til skólaloka...
Nei hér er sko allt önnur saga á ferðinni, og miklu raunsærri og þannig séð fallegri. Hér er það töffarinn sem fær makeover, og þarf að takast á við sjálfan sig. Fyrst þarf hann að sætta sig við að hann laðast að halló stelpunni, og svo þarf hann að finna hugrekkið til að fara á móti vilja hópsins og hætta að vera aðaltöffarinn. Í rauninni er þetta þroskasaga hans og reyndar líka fleiri sögupersóna. En svo er ekki allt sem sýnist og endirinn ef til vill ekki það sem maður átti von á í upphafi. Mér finnst ýmislegt í seinni hlutanum draga myndina niður, en vil helst ekki skemma myndina fyrir ykkur með að segja hvað það er. Ég læt mér nægja að segja að sumt verði of fullkomið og annað full væmið. kannski myndin innihaldi bara aðeins of amerísk gildi fyrir Íslending eins og mig... en ég samt verð að hrósa henni fyrir að taka á þessu öskubusku efni á réttan hátt. því af hverju í ósköpunum má ekki bara öskubuska vera í sínum hallærislega an þægilega kjól? á ekki prinsinn bara að elska hana eins og hún er? í þessari mynd gerir hann það.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Nicholas Sparks, Karen Janszen
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
VHS:
25. nóvember 2003