McAvoy inn fyrir Phoenix í M. Night mynd

mcavoyX-men leikarinn James McAvoy hefur tekið við hlutverki sem Joaquin Phoenix ætlaði upphaflega að leika í næstu mynd leikstjórans M. Night Shyamalan.

Phoenix og Shyamalan höfðu ætlað sér að endurnýja kynnin, en þeir gerðu saman myndirnar Signs árið 2002 og The Village árið 2004.

Tökur myndarinnar hefjast í nóvember nk. í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Ekkert er enn vitað um söguþráð myndarinnar.

McAvoy er best þekktur fyrir leik sinn í hlutverki Charles Xavier í X-Men myndunum. Hann hefur einnig leikið í myndunum The Last King of Scotland, Atonement og Wanted.

Væntanlegar myndir McAvoy eru Victor Frankenstein, sem kemur í bíó 25. nóvember nk. og X-Men: Apocalypse, sem kemur í bíó í maí nk.