Ant-Man and the Wasp: Quantumania heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi námu 4,5 milljónum króna og gestir voru um 2.500 talsins.
Staða mynda í öðru og þriðja sæti er einnig sú sama og fyrir viku síðan. Napóleonsskjölin eru í öðru sæti og Villibráð í því þriðja. Heildartekjur Napóleonsskjalanna eru nú komnar upp í rúmar 45 milljónir króna en Villibráð brunar yfir 100 milljónirnar og er komin í rúmar 105 milljónir króna.
1000 sáu Á ferð með mömmu
Nýju myndirnar tvær koma í humátt á eftir. Cocaine Bear með 2,5 milljónir í tekjur og um fjórtán hundruð gesti og íslenska myndin Á ferð með mömmu með rúmlega 2,2 milljónir og rúmlega eitt þúsund gesti.
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: