Marvel ofurkraftar á toppnum

Kraftmesta ofurhetjan í Marvel heiminum, Captain Marvel, í túlkun Óskarsverðlaunaleikkonunnar Brie Larson, flaug rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en myndin er að slá aðsóknarmet hvert sem litið er þessa dagana. Tekjur myndarinnar yfir helgina hér á Íslandi námu um 14,5 milljónum króna, sem er frábær árangur.

Önnur vinsælasta kvikmynd helgarinnar var Að temja drekann sinn 3, eða How to Train Your Dragon: The Hidden World eins og myndin heitir á frummálinu, en myndin var á toppi aðsóknarlistans um síðustu helgi. Í þriðja sæti og stendur í stað á milli vikna er svo The Lego Movie 2: The Second Part.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: