Eftir stórfloppið/flippið Black Knight, mun gamanleikarinn Martin Lawrence reyna að snúa aftur. Hann mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ghetto Buck, og í henni mun hann leika gaurinn á myndinni hér fyrir neðan. Einhverjir muna líklega eftir þessari persónu úr myndinni Blue Streak frá árinu 1999, og í þessari mynd leikur hann bæði þessa persónu og að minnsta kosti 2 aðrar. Myndin fjallar um það hvernig pizzasendillinn Buck verður frægur á einni nóttu, og á í erfiðleikum með að höndla frægðina. Myndinni verður leikstýrt af Dennis Dugan.

