Man allt, en veit ekki allt – Fyrsta stikla úr Jason Bourne

Universal Pictures kvikmyndaverið hefur gefið út fyrstu stikluna í fullri lengd fyrir nýju Bourne myndina, Jason Bourne, sem frumsýnd verður hér á landi þann 29. júlí nk.

bourne

Í myndinni snýr Matt Damon aftur sem ofurnjósnarinn Jason Bourne í leikstjórn Paul Greengrass, sem leikstýrði Damon einnig í The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum.

Ekkert er vitað um söguþráð myndarinnar nema það að Bourne kemur í myndinni „út úr skugganum“.

„Ég man, ég man allt,“ segir Bourne í stiklunni. Stiles svarar: „Að muna allt, þýðir ekki að þú vitir allt.“

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan, sem er full af fjöri, eltingarleikjum, skotbardögum og leit Bourne að sjálfum sér:

Aðrir helstu leikarar eru Alicia Vikander, Vincent Cassel, Tommy Lee Jones og Julia Stiles.