Títan fjárfestingafélag, Sena og CAOZ gáfu Mæðrastyrksnefnd 250 miða á kvikmyndina Hetjur Valhallar – Þór
Snædís Baldursdóttir 7 ára, afhenti, fyrir hönd Títans fjárfestingafélags, Senu og CAOZ, Ragnhildi Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar 250 aðgöngumiðmiða á kvikmyndina Hetjur Valhallar – Þór ásamt 250 gjafamiðum fyrir poppi og gosi.
Með þessu vildu áðurnefnd fyrirtæki stuðla að því að sem flestir sjái sér fært að sjá Hetjur Valhallar – Þór sem verður heimsfrumsýnd 14. október á 11 stöðum og í 24 bíósölum um land allt. Kvikmyndin er fyrsta íslenska þrívíddarteiknimyndin í fullri lengd og fjallar um uppvaxtarár þrumuguðsins Þórs, en myndin er fjölskyldumynd sem höfðar til allra aldurshópa.
Íslensk heimasíða kvikmyndarinnar er hér.