Mad Max 4 er víst komin í framleiðslu. George Miller ( Babe ) er búin að vera að undirbúa myndina nú hátt í tvö ár, og fljótlega mun koma upp á yfirborðið hverja hann hefur ráðið í myndina. Ljóst er að Mel Gibson mun ekki endurtaka hlutverk sitt sem brjálaði Max í myndinni, og rætt er um hvort Max muni yfirhöfuð koma eitthvað við sögu. Það eina sem ljóst er á þessari stundu, og það er að myndarinnar er beðið með óþreyju af fjölmörgum aðdáendum.

