Josh Lucas sem einhverjir muna sjálfsagt eftir úr myndum eins og Hulk, hefur landað aðalhlutverkinu í væntanlegri stórmynd sem leikstýrt verður af Rob Cohen. Myndin nefnist Stealth, og er henni ætlað að vera í fararbroddi þeirra mynda sem Sony kvikmyndaverið býður uppá sumarið 2005. Myndin fjallar um þau vandræði sem skapast þegar ríkisstjórnin í samráði við herinn skapar gervigreind til þess að stjórna flugvélum í hernaði. Gervigreindin tekur upp á því að hætta að taka við skipunum, og verður þá sérsveit innan flughersins að bregðast við ógninni. Áætlað er að frumsýna myndina um mitt sumar 2005.

