Þetta eru kannski ekki góðar fréttir til allra, en undirrituðum finnst ansi spennandi að nýtt framhald um leðurklædda vampýrubanann (og ekki halda að ég sé að meina Van Helsing) sé á leiðinni: Blade. Það voru flestir á sitthvoru álitinu um hvort önnur myndin toppaði sú fyrstu, en það skiptir engu máli núna því þessi þriðja (sem ber titilinn Blade: Trinity) lofar svo sannarlega góðu.
Söguþráðurinn gengur eitthvað út á það að Blade slæst í hóp tveggja annarra vampýrubana, og ætlast þau þrjú til að koma í veg fyrir að mikill vampýruleiðtogi – sem er nývaknaður úr margra alda dvöl – nái heimsyfirráðum yfir allar aðrar blóðsugur jarðar, og þar með hefst smá eltingaleikur í þeirri von að plánetan verði ekki eins og einhver ‘post apocalyptic’ útgáfa af Planet of the Apes, nema með vampýrum. Plottið er ekki 100% staðfest, en margt tengt framleiðslunni hljómar spennandi.
Þetta verður þriðja og síðasta myndin og segir David S. Goyer (sem skrifaði myndirnar – og leikstýrir m.a. þessari) að þetta muni allt enda með góðum látum.
Fyrir áhugasama þá fylgir hér með ótrúlega flott plakat af myndinni. Enjoy!

