Á sunnudaginn síðasta sögðum við hér á síðunni frá vefseríunni Svarti skafrenningurinn sem kvikmyndafyrirtækið Fenrir Films framleiddi, en fyrsti þátturinn var frumsýndur fyrir réttum tveimur vikum síðan. Annar þátturinn var síðan frumsýndur fyrir viku síðan, og nú er komið að þriðja og síðasta þættinum í seríunni.
Svarti skafrenningurinn er ný íslensk ofurhetja sem á í höggi við hinn skelfilega Fésbókara, eða eins og Fenrir films lýsir seríunni: „Rólegri sveitatilveru Kormáks er snúið á haus þegar hann fær óvænt ofurkrafta. Nú er það undir honum komið að bjarga borginni frá hinum illræmda Fésbókara og öllu hans hyski.“
Guðni Líndal Benediktsson sagði í samtali við kvikmyndir.is að þessi þriðji og síðasti þáttur seríunnar væri fullur af tilvísunum í James Bond. „Þáttur nr. 2 er tilvitnun í Dark Knight út í gegn. Í þætti 3 erum við síðan með nær alla James Bond endana sameinaða,“ sagði Guðni.
Skoðið þriðja og síðasta þáttinn um Svarta skafrenninginn hér að neðan: