Spider-Man heldur áfram sigurgöngu sinni í kvikmyndahúsum vestra. Hún hefur nú tekið inn áætlaðar 334 milljónir dollara á aðeins 25 dögum. Á föstudaginn setti hún enn eitt metið þegar hún fór yfir 300 milljón dollara markið sínum 22. öðrum degi í sýningu. Gamla metið átti Phantom Menace, en það tók hana 28 daga að ná sama marki. Á sama tíma er Attack of the Clones að raka inn stórfé, en þó minna en Phantom Menace gerði fyrir þremur árum síðan. AOTC hefur nú tekið inn áætlaðar 202 milljónir dollara á 12 dögum, og er að dala hraðar en búist hafði verið við. Það þykir nokkuð öruggt að hún muni enda í kringum 350-380 milljónir í Bandaríkjunum, meðan Spider-Man mun næstum örugglega fara vel yfir 400 milljónir. Spyrjum samt að leikslokum.

