Lofar ekkju að bjarga syninum – fyrsta stikla úr The Whole Truth

Þó að stórleikararnir Keanu Reeves og Renée Zellweger fari með aðalhlutverkin í glænýja laga – dramanu The Whole Truth, þá hefur myndin af einhverjum ástæðum ekki verið mjög áberandi í bíó-umræðunni.

keanu reeves

Fyrsta stiklan er þó dottin í hús, en í myndinni leikur Reeves verjandann Richard Ramsay, sem tekur að sér mál af persónulegra taginu, þegar hann gerist verjandi táningsins Mike, eftir að hafa lofað móður hans, ekkjunni Loretta Lassiter, að gera allt sem hann gæti til að halda syni hennar frá því að lenda í fangelsi.

Mike er sakaður um að hafa myrt föður sinn og játar glæpinn í upphafi. En eftir því sem málinu vindur fram, þá koma fram hrollvekjandi sönnunargögn um það hvaða mann faðirinn, Boone Lassiter, sem Jim Belushi leikur, hafði í raun að geyma. Á sama tíma og Ramsay notar sönnunargögnin til að fá skjólstæðing sinn sýknaðan, þá reynir samstarfsmaður hans, Janelle, sem Gugu Mbatha-Raw leikur, að grafa dýpra og byrjar að átta sig á að heildarmyndin er eitthvað sem hún ein getur afhjúpað, og ekki er allt sem sýnist!

Leikstjóri er Frozen River leikstjórinn, Courtney Hunt. Nú þegar er búið að frumsýna myndina í Japan og á Írlandi, en í Bandaríkjunum fær fólk myndina á VOD og í bíó frá og með 21. október nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: