Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Frozen River 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

Desperation knows no borders.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Myndin sigraði Sundance og hlaut tvær Óskarstilnefningar; fyrir bestu leikkonu og besta handrit.

Myndin gerist í North Country í New York-fylki, rétt hjá landamærunum til Kanada. Ray Eddy (Leo) er afgreiðslukona í verslun sem berst við að ala upp tvo syni sína ásamt eiginmanni sínum, sem er mikill spilafíkill. Þegar hann hleypst á brott með allan peninginn sem átti að fara í menntun sonanna fer hún til að leita hann uppi. Á leiðinni hittir hún Lilu Littlewolf,... Lesa meira

Myndin gerist í North Country í New York-fylki, rétt hjá landamærunum til Kanada. Ray Eddy (Leo) er afgreiðslukona í verslun sem berst við að ala upp tvo syni sína ásamt eiginmanni sínum, sem er mikill spilafíkill. Þegar hann hleypst á brott með allan peninginn sem átti að fara í menntun sonanna fer hún til að leita hann uppi. Á leiðinni hittir hún Lilu Littlewolf, starfskonu í bingósal. Lila ekur um á bíl eiginmanns Ray og segist hafa fundið hann yfirgefinn við rútustöð í nágrenninu. Þær verða fljótt vinkonur, en til að komast af í erfiðum heimi ákveða þær að taka að sér að smygla ólöglegum innflytjendum yfir landamærin til Bandaríkjanna fyrir dágóða summu. Málin flækjast fljótt fyrir tvíeykið þegar þau reyna að smygla pari frá Pakistan og uppgötva barn í poka sem parið skilur eftir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Hér er lítill gullmoli sem er þess virði að sjá. Myndin segir frá fátækri fjölskyldu í smábæ í Bandaríkjunum (Á milli New York og Quebec) nálægt Mohawk indjánasvæði. Melissa Leo fer með aðalhlutverkið. Hún leikur konu sem í örvæntingu sinni þarf að grípa til ólöglegra úrræða til að bjarga fjölskyldu sinni. Ég ætla ekki að segja of mikið en myndin fer ekki þær leiðir sem ég bjóst við. Myndina má túlka sem ákveðna gagnrýni á þá meðferð sem indjánar eru beittir í Bandaríkjunum. Hún nær líka yfir innflutning ólöglegra innflytjenda og ömurlegan raunveruleika sem margar fjölskyldur búa við á hverjum degi. Þetta er EKKI svona mynd sem rífur hjartað úr manni og hoppar á því eins og Once Were Warriors eða Monster og skilur mann eftir í rusli. Ekki vera hrædd við þessa.

Leo fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt (tapaði fyri Kate Winslet). Myndin var líka tilnefnd fyrir besta handrit (tapaði fyrir Milk). Myndin vann hinsvegar Grand Jury Prize á Suncance sem eru mjög virt verðlaun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.09.2016

Lofar ekkju að bjarga syninum - fyrsta stikla úr The Whole Truth

Þó að stórleikararnir Keanu Reeves og Renée Zellweger fari með aðalhlutverkin í glænýja laga - dramanu The Whole Truth, þá hefur myndin af einhverjum ástæðum ekki verið mjög áberandi í bíó-umræðunni. Fyrsta stik...

14.06.2014

Craig hvarf, Reeves ráðinn

Bandaríski Matrix leikarinn Keanu Reeves hefur verið ráðinn í stað Bond leikarans breska Daniel Craig til að leika aðalhlutverkið í réttardramanu The Whole Truth. Daniel þurfti skyndilega frá að hverfa í apríl, aðeins...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn