Ljón drap Game of Thrones starfsmann

Bandarískur ferðamaður sem var bitinn og drepinn af ljóni í safaríferð í Suður Afríku, vann við tæknibrellur í sjónvarpsþáttunum vinsælu Game of Thrones.

kate-chappell-instagram-1-1-762x428

 

Mynd af Instagram

Kate Chappell, 29 ára, var í útsýnisferð í Jóhannesarborg þar sem hún var að safna fé fyrir dýraverndunarsamtök.

Hún var að taka myndir út um bílgluggann í Ljónagarðinum í gær mánudag, þegar ljónynja fór inn um gluggann hjá henni.

Chappell vann hjá framleiðslufyrirtækinu Scanline og hafði unnið við kvikmyndir eins og  Captain America og Divergence myndirnar.

Scott Simpson, rekstrarstjóri Ljónagarðsins sagði m.a.: „Samkvæmt sjónarvottum var ljónið að ganga nálægt bílnum og gesturinn var að taka myndir í gegnum opinn glugga.“

Þetta var þriðja ljónaárásin í garðinum á síðustu fjórum mánuðum.

Hér má lesa meira um málið.