Leikkonan Lucy Liu ( Charlie’s Angels ) mun taka að sér aðalhlutverkið í nútíma útfærslu á gömlu Charlie Chan myndunum um kínverska snillinginn og spæjarann samnefnda. Í þessari nýju mynd, sem Liu með-framleiðir ásamt ekki ófrægari manni en John Woo, leikur hún barnabarn spæjarans goðsagnakennda sem sjálf kann eitt eða tvö brögð. En kann hún jafnmörg léleg spakmæli?

