Listfræðingar í stríði – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd George Clooney, seinni-heimsstyrjaldar dramað The Monuments Men, en þetta er fyrsta mynd hans síðan hann leikstýrði The Ides of March.

monuments_men_6-620x465

Ásamt honum er í myndinni einvalalið leikara, þau Matt Damon, John Goodman, Bob Balaban, Bill Murray, Cate Blanchett, Jean Dujardin and Hugh Bonneville.

Í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today sagði Clooney um myndina: „Grand [Heslov] og ég vildum gera mynd sem væri ekki eins meinhæðin og margar af þeim myndum sem við gerum. Grant hafði lesið þessa bók á flugvellinum. Hann gaf mér hana. Við fórum til Sony og töluðum fyrir verkefninu og fengum grænt ljós. Sagan var svo sannfærandi.“

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er byggð á sannri sögu um stærstu fjársjóðsleit sögunnar. Myndin fjallar um óvenjulega herdeild í Seinni heimsstyrjöldinni, sem forseti Bandaríkjanna sendi inn í Þýskaland til að bjarga listaverkum og menningarverðmætum úr höndum Nasista og koma þeim til réttmætra eigenda. Verkefnið er snúið, sérstaklega þar sem það þarf að fara inn á svæði óvinarins þegar Þjóðverjar reyndu að eyðileggja sem mest áður en þriðja ríkið féll endanlega. Í liðinu voru sjö safnstjórar, sýningarstjórar, listfræðingar, sem allir eru vanari því að handleika listaverk en byssur og morðtól. Hópurinn kallaðist The Monuments Men, og þurfti að keppa við klukkuna til að koma í veg fyrir því að 1.000 ára saga yrði eyðilögð. Þeir settu líf sitt í hættu til að vernda mörg helstu sköpunarverk mannkynsins.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 18. desember nk. og hér á Íslandi í janúar 2014.