Linklater tekur sér góðan tíma

Kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Linklater, sem síðast gerði hina mögnuðu Waking Life, ætlar að taka sér góðan tíma í næstu mynd. Hún verður semsagt tekin upp á 12 árum, og í henni verður sýnd ævi ungs drengs og samband hans við foreldra sína frá því hann hefur skólagöngu í fyrsta bekk. Sýnd verða brot úr hverju ári og endar myndin síðan 12 árum síðar. Ethan Hawke og Patricia Arquette munu leika foreldrana, en 7 ára drengur að nafni Eller Salmon mun leika son þeirra. Hugmyndin er sú að taka upp í nokkrar vikur á hverju ári, og klippa myndina síðan saman að 12 árum liðnum. Hugmyndin er frumleg, en hlýtur að vera erfið í framkvæmd. Vonandi missir enginn af leikurunum áhugann eða deyr á næstu 12 árum, því þá er myndin væntanlega ónýt.