Teymið á bak við hina ofmetnu A Beautiful Mind, þ.e. leikstjórinn Ron Howard, framleiðandinn Brian Grazer, og handritshöfundurinn Akiva Goldsman mun leiða aftur saman hesta sína og gera kvikmynd eftir bók Dan Brown sem heitir The Da Vinci Code. Hún fjallar um frægan dulkóðunarfræðing, sem fengin er í að hjálpa til við að leysa málið um morðið á yfirsafnverði Louvre safnsins. Fljótlega verður hann sjálfur grunaður um morðið, og verður að leysa gátur sem safnvörðurinn látni skyldi eftir til að leysa málið, og leysa í leiðinni aldagamla ráðgátu sem allt málið snýst um.

