Leiðbeinandinn Berry

Hin gullfallega Halle Berry mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Guide, sem leikstýrt verður af Lee Tamahori ( Die Another Day ). Í myndinni leikur hún amerískan indíána sem hefur sérfræðiþekkingu í því að hjálpa örvæntingarfullu fólki að sleppa úr neikvæðum kringumstæðum, og það gerir hún með því að þurrka út fortíð þeirra og redda þeim nýjum skilríkjum. Myndinni er lýst sem hasartrylli og tökur á henni eiga að hefjast um leið og Berry lýkur vinnu við X-Men 2, sem verður líklega snemma ársins 2003.