Tobe Hooper, leikstjóri hinnar goðsagnakenndu hrollvekju The Texas Chainsaw Massacre, eða Keðjusagarmorðinginn, er látinn, 74 ára að aldri.
Hann lést í Sherman Oaks í Kaliforníu í Bandaríkjunum, að því er dánardómsstjóri staðfesti við kvikmyndavef Variety.
Hooper hóf ferill sinn sem menntaskólakennari og myndatökumaður fyrir heimildarmyndir, en er þekktastur fyrir Keðjusagarmorðingjann frá 1974.
Keðjusagarmorðinginn, sem hlaut lof fyrir að skilja mikið eftir fyrir ímyndunarafl áhorfenda, kostaði aðeins 300 þúsund bandaríkjadali, sem þykja smáaurar þegar kemur að kvikmyndagerð.
Árið 2014 útskýrði Hooper í samtali við tímaritið Interview, afhverju aðalpersóna myndarinnar, Leðurfés, og leikinn var af Íslendingnum Gunnari Hansen,
væri með grímu. „Þegar þú sérð ekki andlitið, þá fer ímyndunaraflið á fullt. Þegar eitthvað er hulið, þá fyllir maður inn í eyðurnar með einhverju sem er mun áhugaverðara en það sem hægt er að sýna í mynd.“
Sex framhaldsmyndir voru gerðar af Keðjusagarmorðingjanum.
Aðrar þekktar myndir eftir Hooper eru Poltergeist frá 1982, The Mangler frá árinu 1995 og sjónvarpsstuttserían Salem´s Lot frá árinu 1979.
Talið er leikstjórinn Ridley Scott hafi verið undir áhrifum af Hooper við gerð Alien.
Keðjusagarmorðinginn var endurgerð árið 2003 af leikstjóranum Marcus Nispel, með Jessica Biel í aðalhlutverkinu.