Náðu í appið

The Texas Chainsaw Massacre 2003

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. nóvember 2003

What you know about fear... doesn't even come close.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 38
/100

Fimm ungmenni á leið eftir sveitavegi í Texas taka niðurdreginn puttaferðalang upp í bílinn, sem skýtur sig svo í bílnum. Ungmennin fá áfall við sjálfsmorðið, og leita hjálpar hjá fólki í nágrenninu, en ástandið versnar og verður skrýtnara þegar þau knýja dyra á nálægum búgarði. Fljótt kemur í ljós að heimilisfólkið þar eru innræktaðir geðsjúklingar,... Lesa meira

Fimm ungmenni á leið eftir sveitavegi í Texas taka niðurdreginn puttaferðalang upp í bílinn, sem skýtur sig svo í bílnum. Ungmennin fá áfall við sjálfsmorðið, og leita hjálpar hjá fólki í nágrenninu, en ástandið versnar og verður skrýtnara þegar þau knýja dyra á nálægum búgarði. Fljótt kemur í ljós að heimilisfólkið þar eru innræktaðir geðsjúklingar, og hin óheppnu ungmenni þurfa nú að taka til fótanna eða deyja ella. Sá sem rekur flóttann er ólöguleg mannæta með keðjusög, sem gengur undir nafninu Leðurfés. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (12)


Ágúst 18, 1973, 4 manna vinahópur(Jessica Biel, Jonathan Tucker, Mike Vogel, Eric Balfour) ásamt puttaferðalangnum Pepper(Erica Leerhsen) sem virðist falla vel inn eru að koma frá Mexico(þar sem þau keyptu dóp) og keyra í gegnum Texas til að fara á rokk tónleika. Þau pikka upp aðra stelpu, sem er blóðgum og grátandi en segir ekkert nema að allir séu dauðir útaf einhverjum vondum manni og skýtur sig svo. Hrædd, þá fara krakkarnir í ógeðslega bensín stöð(afhverju eru bensín stöðvar í ÖLLUM hryllingsmyndum svona ógeðslegar?) hjá gamalli konu og biðja hana að hringja í lögguna en þau þurfa að hitta lögreglustjórann hjá gamalli millu og á leiðinni fara nokkur þeirra á Hewitt heimilið, sem er óhugnanlegt og ógeðslegt en samt stórt hús á bóndagarði. Þau hefðu aldrei átt að fara í gegnum þennan bæ því einu íbúarnir(sem eru sýndir) eru Hewitt fjölskyldan, morðótt pakk sem lætur afmyndaða soninn Thomas(eða hinn frægi “leatherface” eins og hann er oftast kallaður) framkvæma skítverkin. Hann er með vélsög og notar húð fórnarlamba sinna sem grímu.

Vinirnir verða að flýja áður en þau verða drepin á hroðalegan hátt og enda í grímusafn Leatherface.....

Texas chainsaw massacre(1974,Tobe Hooper) er að mörgum talin vera ein besta slasher mynd allra tíma(með Halloween, Friday the 13th ofl.) en sjálfur hef ég ekki þorað að sjá hana en ég þorði að sjá endurgerðina frá 2003. Eftir að Psycho, Haunting, House on the haunted hill og 13 ghosts(kannski fleiri, t.d. Diabolique) og the Ring komu út þá byrjaði hryllings endurgerðar æðið í Hollywood. Og það eru yfir 40 væntanlegar!!! Sjálfur hef ég ekkert á móti endurgerðum, en mér finnst tilgangst laust peningaplokk að endurgera “klassískar” myndir eins og Wicker man og Omen og láta þær fá svona under average endurgerðir.

Þessi endurgerð TCM(skammstöfun) er framleidd af Michael Bay( frægur fyrir ekki alltof góðar, byssu,bílaeltingaleiki, hasar myndir) og endurgerðar fyrirtæki hans( eins og annað endurgerðar fyrirtæki Dark castle þeirra Joel Silver og Robert Zemickis, og Ghost house pictures hans Sam Raimi) en það hefur þegar gert Texas chainsaw massacre:the beginning(2006), Amitiville horror(2005) og núna seinast The Hitcher(2007).

Handritið er auðvitað ekkert frumlegt, samtölin frekar klisjukennd(sem og atuburðarrásin) en sem hryllingsmynd þá rétt sleppir það.

Það kom svolítið á óvart að Leikurinn er ekki hræðilegur. Jessica Biel er fín sem aðalpersónan(og ekki skemmir útlitið fyrir). Aðrir “krakkarnir” eru ekkert slæm heldur. Besti leikarinn er samt R. Lee Ermey sem ógeðslegi sadista lögreglustjórinn. Aðrir meðlimir fjölskyldunnar eru einnig óhugnanleg fyrir utan Leatherface sem á að vera það ógeðslegasta og mest “scary” í myndinni en er það alls ekki. Mér fannst Andrew Bryniarski bara alls ekki óhugnanlegur í hlutverkinu en annars er það erfitt því eina sem hann fær að gera er að hlaupa um með vélsög.

En núna kemur afþví sem hryllingsaðdáendur vilja vita: óhugnaður.

Hún var scary og óhuganleg á köflum, sem betur fer ekki of ógeðsleg en það morðin hefðu mátt vera meira gory. Marcus Nispel hefði alveg mátt gera hana eins meira óhugnanlega (sem er reyndar til staðar), ógeðslegri og meira spennandi. Leikstjórnin er ekkert sérstaklega góð en ekki mjög léleg heldur. Og myndatakan og útlitið er bæði ágætlega gert.

Ekki fyrir þá viðkvæmustu, en samt ekki það ógeðsleg fyrir okkur hryllings-aðdáendur. Alls ekki mjög góð mynd en það er til miklu verri hryllings afþreying heldur en þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hversu langt er hægt að ganga Þessi mynd var lengi í föst í hausnum á mér mig dreymdi um að sjá hana en núna gæti ég ekki horft á hana aftur. Hún er of langt genginn semsagt einum of ýkt þannig að sko hún er hætt að vera eins Scary og maður hélt hvaða hrollvekja er ekki ógeðslegasta mynd seinni tíma ég gæti nefnt nokkrar sem eiga það hrós ekki neitt skilið þar á meðal texas chainsaw massacre og þessi mynd var ekki svo scary en þið vitið væntanlega söguþráðin
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leatherface er byggður á manni sem að hét Ed Gein og var frægur fyrir morð á konum, hann notaði skinnið af þeim til að sauma á sig föt en þó svo að þetta sé í raun það eina í myndinni sem eitthvað er hægt að byggja á sönnum atburði þá er uppruni sögunar ekki svo langt frá sannleikanum því að það átti sér stað fjöldamorð í Texas þar sem morðinginn notaði keðjusög til þess að drepa fórnalömb sín, þetta er nokkuð þekkt í Bandaríkjunum og ef þig farið til Dallas þá getið þið farið á aðalbókasafnið þar og skoða úrklippur úr fréttablaði um þessi morð. Þetta gerðist samt ekkert eins og í myndinni en þessi glæpur er í raun kveikjan að þessari mynd þó svo að Leatherface sé byggður á Ed Gein. Þessi mynd er í raun ekkert nema endurtekningar úr gömlu myndinni og það er ekki mikið óvænt í þessari mynd. Myndin er illa skrifðuð og illa leikin, það hefði mátt velja betri leikara í þessa mynd. Eini leikarinn sem að mér finnst skila sínu og stendur sig lang best er R. Lee Ermey sem að leikur fógetann. Þetta er í raun bara ósköp venjuleg hryllingsmynd þar sem allt gengur út á að drepa alla og til þess að reyna að bæta myndina henda þeir fullt að bregðuatriðum til þess að fylla fólk af meiri skelfingu og ótta. Þeim tekst reyndar á köflum að láta mann bregða en samt er útkoman frekar léleg. Það sem fær mig til þess að gefa þessari mynd einhverja stjörnu er R. Lee Ermey sem að ég segi standi fyrir sínu. Þetta er ágæt mynd til að horfa á í kringum hrekkjavökuna en ekki nema þá. Ég mæli ekki með henni nema bara fyrir þá sem vilja horfa á dráp, blóð og meira dráp alla myndina á enda þangað til að allir eru dauðir nema kannski einn sem kemst lífs af með naumindum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er mikil hryllingsmynda aðdáandi og vil helst sjá allar hryllingsmyndir sem koma út. Þegar ég ætlaði að sá þessa mynd var búið að vara mig við að þetta væri ógeðslega mynd sem til væri. Að vissu leiti var ég sammála. The Texas Chainsaw Massacre er mjög ógeðsleg á köflum sérstaklega þegar maðurinn með vélsögina birtist og gerir allt mögulegt með henni :S! En í stuttu máli þá er þessi mynd um 5 krakka sem eru að fara á tónleika og einnig að smygla dópi. Þau sjá stelpu sem er að labba upp við vegarkantinn á götunni og pikka hana upp í bílinn til sín af því hún er alveg miður sín. Þau tala eitthvað við hana.... og þá fyrst byrjar myndin (að mínu mati). Þessi mynd er æðisleg og ég hvet alla sem hafa gaman af hryllingsmyndum að tjekka á þessari ;)!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla nú ekki að reyna að eyða mörgum orðum í þessa hræðilegu endurgerð af Texas Chainsaw Massacre. Svona í sem stystu máli þá er þessi mynd hræðileg. Handritið að myndinni er hræðilegt(get vel trúað því að ef Tobe Hooper hefði gert endurgerðina þá hefði hún verið betri), spennan í myndinni og óhugnaðurinn sem einkenndi gömlu myndina er ekki til staðar hér og leikararnir í myndinni eru alveg hræðilegir. Það er reynt að gera þessa mynd betri með sorglegum atriðum(maður á að fá einhverja sympathy með persónunum en það virkar ekki) og reynt er að gera hana mun ógeðslegri en það bara virkar engan veginn. Ef þú ætlar að horfa á þessa mynd með því hugarfari að hún muni verða betri en gamla myndin, þá áttu eftir að verða mjög vonsvikinn. Það þarf ekki alltaf að vera mikið blóð í góðri hrollvekjumynd. Myndir eins og gamla Texas Chainsaw Massacre og Shining sanna þá theory. Sumir eiga eftir að fíla þessa ósköp, aðrir ekki. Ég er alveg pottþétt í seinni hópnum. Þar hafið þið það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn