Leikstjóri Inconvenient Truth með mynd um Obama

Davis Guggenheim, leikstjóri heimildarmyndarinnar An Inconvenient Truth með Al Gore sem sögumann, ætlar að halda sig við pólitísku hliðarnar á næstunni þar sem næsta verkefni hans verður um væntanlegan forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna – Barack Obama.

Öllu er haldið leyndu um myndina og í raun mátti þetta alls ekki fréttast, en áætlað er að hún verði sýnd á flokksfundi demókrata í Denver í næsta mánuði. Nákvæmt umfjöllunarefni og lengd myndar ásamt fleiri upplýsingum eru óljósar.