Fyrir skömmu var sagt frá því að Denzel Washington myndi feta í fótspor Frank Sinatra og leika sama hlutverk og hann gerði í hinni sígildu The Manchurian Candidate, í væntanlegri endurgerð á myndinni. Einnig var sagt frá því að enginn leikstjóri hefði enn verið ráðinn. Nú hafa borist fregnir af því að leikstjórinn Jonathan Demme ( The Silence of the Lambs ) muni sjá um að leikstýra myndinni. Síðasta mynd Demme var The Truth About Charlie, sem er einmitt endurgerð á hinni klassíku Charade, en endurgerðin hefur Mark Wahlberg í aðalhlutverkinu. Þessi endurgerð bombaði illilega, bæði í miðasölunni sem og meðal gagnrýnenda, þannig að Demme sárvantar smell til þess að koma ferli sínum aftur af stað. Kannski að Denzel geti hjálpað honum til þess.

