Leikstjórinn Quentin Tarantino hætti við að gera kvikmyndina The Hateful Eight, eftir að handrit að myndinni lak til umboðsmanna í Hollywood. Tarantino segist hafa komist að lekanum þegar umboðsmenn byrjuðu að hringja í hann og biðja um hlutverk fyrir leikara sína.
Nú gefst fólki á að sjá og heyra leiklestur á handritinu frá Tarantino sjálfum í Listasafninu í Los Angeles þann 24. apríl næstkomandi. Miðarnir kosta 200 dollara og fyrir það gefst fólki færi á að sjá leikstjórann á sviði ásamt leikurum sem munu leika eftir lestri hans. Leiklesturinn verður aðeins einu sinni og fá því fáir að sjá verkið.
Tarantino hefur höfðað mál á grundvelli höfundarréttarbrota gegn vefsíðunni Gawker Media fyrir að dreifa handriti sínu að kvikmyndinni og mun hann mæti forsprökkum vefsíðunnar í réttarsal í janúar á næsta ári.