Leikjatal spilar Street Fighter X Tekken

 hverjum langaði í þennan leik?

Núna er komið að fjórða þættinum okkar og í þetta skipti ætlum við að ræða um Street Fighter X Tekken en hann kom út 6.Mars og er nýjasti leikur Capcom.

Núna geta Street Fighter og Tekken aðdáendur loksins komist að því hvort Ryu eða Jin sé kraftmeiri. En leikurinn er búinn að vera að fá góða dóma þannig að við ákváðum að tækla hann.

Annars viljum við minna fólk á Facebook síðuna okkar þar sem að við reynum að koma með leikjafréttir beint í æð.http://www.facebook.com/leikjatal

Í næstu viku ætlum við að gera Podcast í fyrsta sinn en það mun fjalla um Eve-Fanfest. Í því munum við síðan ræða helstu orðrómana sem eru í gangi í kringum hátíðina.