La la land leikstjóri gerir söngvaþætti í París

Damien Chazelle, Óskarsverðlaunaleikstjórinn sem gerði söngvamyndina La La Land, vinnur nú að nýrri söngvaþáttaröð fyrir Netflix sem heitir The Eddy.

Þættirnir verða átta talsins og með ensku, frönsku og arabísku tali. Tökur munu fara fram í París.

The Eddy gerast á tónleikastað í París, og fylgst er með eiganda staðarins, húshljómsveitinni, og borginni allt í kring.

Með Chazelle í verkefninu er m.a. BAFTA verðlaunahafinn Jack Torne, sem skrifaði handritið að leikritinu Harry Potter and the Cursed Child.

via GIPHY

Tónlistin verður eftir Glen Ballard, sem þekktur er fyrir samstarf sitt með Alanis Morrisette á plötunni Jagged Little Pill.

„Mig hefur alltaf dreymt um að kvikmynda í París, […] og er yfir mig ánægður með að fá að sýna þættina á Netflix,“ sagði Chazelle í yfirlýsingu.