Kynnumst nýju Bond stelpunni nánar

Ný behind the scenes klippa hefur litið dagsins ljós og felur hún í sér nánari kynningu á nýju Bond stelpunni, sem flestir höfðu ekki heyrt á minnst áður þegar hún var tilkynnt. Hnátan heitir Olga Korylenko og leikur hún hina fögru Camille í myndinni. Myndin sem ég er að tala um er að sjálfsögðu nýjasta Bond myndin, en hún er númer 22 í röðinni og heitir Quantum of Solace.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, myndbandið má sjá hér á kvikmyndir.is vonandi innan skamms, en þangað til þá mæli ég með því að þið klikkið hér til að sjá klippuna – (einnig eru fleiri behind the scenes klippur þarna sem og á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is!)

Quantum of Solace verður heimsfrumsýnd 7.nóvember næstkomandi.