Kvikmyndir.is hefur hafið birtingu á Kvikmyndir mánaðarins – sérblaði Fréttablaðsins um kvikmyndir, sem gefið er út í byrjun hvers mánaðar. Í blaðinu er eins og nafnið gefur til kynna fjallað um þær kvikmyndir sem frumsýndar eru í íslenskum bíóhúsum í hverjum mánuði.
Sérblaðið Myndir mánaðarins var gefið út um árabil af Myndmarki og var birt á kvikmyndir.is. Hægt er að lesa marga árganga þess tímarits hér inni á vefnum.
Í nýjasta blaði Kvikmynda mánaðarins er fjallað um Beast eftir Baltasar Kormák og fjölda annarra mynda sem komu í bíó í september. Þá er að finna í blaðinu stjörnufréttir og fróðleiksmola um kvikmyndir m.a.
Við vonum að lesendur kunni vel að meta þessa viðbót á vefnum.