Kvikmyndir.is forsýnir The Dark Knight!

Já, nú fer sumarið heldur betur að hitna því að við hér á kvikmyndir.is kynnum með stolti kremið á kökunni á þessum skemmtilega Batman-mánuði okkar. Kvikmyndir.is forsýnir The Dark Knight

Um er að ræða stærstu mynd sumarsins og er óhætt að segja að þessi gimsteinn trompi flest allar fyrri myndir sumarsins.

Sýningin verður haldin mánudaginn 21. júlí, kl 22:20, sem er heilum tveimur dögum fyrir frumsýningu myndarinnar.

Hefst núna á næstu dögum lauflétt getraun þar sem að þú átt möguleika á því að vinna frímiða fyrir þig og félaga þinn á sérstaka kvikmyndir.is forsýningu.

Meira verður þó í boði en einungis kvikmyndin, því á undan sýningu verða heppnir einstaklingar dregnir úr nokkurs konar happdrætti hjá okkur og munum við gefa ýmsa glaðninga tengda myndinni.

Einnig verða veitt sér verðlaun fyrir fólk sem að kemur klætt búningum, svo sem flíkum tengdum persónum myndarinnar, eða jafnvel Batman-bol.

Það verður mikið lagt upp úr því að hafa alvöru stemmningu og hvet ég áhugasama að fylgjast með og freista gæfunnar!