Nú líður að lokum ársins 2010 og erum við á Myndum mánaðarins og Kvikmyndir.is á fullu að skipuleggja Kvikmyndaverðlaunin sem munu hylla allt það besta frá árinu. Nú erum við t.d. að reyna að raða tilnefningum í flokkana okkar og þar sem árið hefur að mörgu leyti verið afar jafnt óskum við eftir hjálp ykkar til að raða í flokkana.
Við viljum því að þið sendið Erlingi ritstjóra póst á erlingur@kvikmyndir.is með ykkar valkostum um það besta frá árinu 2010. Þið megið senda inn 1-5 valkosti í hverjum af flokkunum sem taldir eru upp hér fyrir neðan. Þið þurfið ekki að raða í sæti, og ekki heldur útskýra neitt, heldur senda bara nöfnin.
Allar myndir sem voru frumsýndar í bíó á Íslandi árið 2010 eru gjaldgengar, og viljum við minna lesendur á að ef minnið bregst og erfitt reynist að rifja upp hvað kom út snemma á árinu (því það var fjölmargt frábært í bíóum í upphafi árs) getið þið flett upp öllum Myndir mánaðarins-blöðum ársins hér á vefnum.
Svo verða tilnefningarnar tilkynntar öðru hvoru megin við næstu helgi og kosningin sett af stað hér á vefnum fyrir jól, þar sem endanlegir sigurvegarar ársins verða valdir.
Svo fær einn heppinn þátttakandi tvo frímiða á Kvikmyndaverðlaunin sjálf þegar þau verða haldin eftir áramót, þannig að það er að einhverju að keppa!
ATH: Þið þurfið að senda tölvupóst á ERLINGUR@KVIKMYNDIR.IS til að ykkar skoðun gildi. Það sem þið skrifið í kommentin hér fyrir neðan verður EKKI talið. Þið hafið TIL KL. 18:00 SUNNUDAGINN 12. DES til að senda póst, þannig að drífið ykkur að byrja að velja!
Látið nú ykkar skoðun heyrast!
Hér eru flokkarnir (veljið 1-5 tilnefningar í hvern flokk):
Besta gaman- eða söngvamynd
Besta drama- eða spennumynd
Besta íslenska mynd
Besta fjölskyldumynd
Besta mynd sem kom eingöngu út á DVD (fór ekki í bíó)
Besti leikari
Besta leikkona
Besti íslenski leikari
Besta íslenska leikkona
Besti leikstjóri
Besti íslenski leikstjóri
Besta handrit
Besta plakat (endilega setjið link)
Besta bardagaatriði (endilega takið fram nákvæmlega hvaða atriði, ekki bara nafn myndar)
Bestu tæknibrellur
Besta tónlist
-Erlingur Grétar