Hver hefði farið með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Drive ef hún hefði verið gerð árið 1950? Hvernig myndi The Fifth Element líta út með Sean Connery í aðalhlutverki? Þessum spurningum er svarað á nýjum plakötum sem snúa kvikmyndatímabilum á hvolf.
Listamaðurinn Peter Stults á heiðurinn að plakötunum og er afar áhugavert að sjá hvernig hann skeytir saman leikurum, leikstjórum, markaðsherferðum og tímabilum úr gjörólíkum áttum kvikmyndasögunnar.
Hér að neðan má sjá afraksturinn og ættu kvikmyndaáhugamenn að hafa gaman af.