Kvikmyndaleikarar þykja með fegursta og kynþokkafyllsta fólki hér á jörðu, sem hefur nú sannast í tvígang á stuttum tíma eftir að aðalleikkona Iron Man 3 Gwyneth Paltrow var valin fegursta kona heims á dögunum af tímaritinu People, og nú hefur karlatímaritið FHM, eða For Him Magazine, valið Mila Kunis sem kynþokkafyllstu konu heims.
Ekki er heldur langt síðan kvikmyndaleikarinn Channing Tatum var valinn kynþokkafyllsti karlinn af tímaritinu People.
100 konur komust á lista FHM og trónir Kunis nú þar efst fyrir árið 2013.
„Mila Kunis er búin að eiga stórkostlegt ár,“ segir Dan Jude ritstjóri FHM 100 Sexiest tölublaðsins. „Hún lék aðalhlutverk í hinni geysivinsælu Ted og er mjög eftirsótt í Hollywood í dag. Hún er ekki einungis ómótstæðilega falleg, heldur hefur hún góða kímnigáfu og er óhrædd við að gera grín að sjálfri sér.“
Í öðru sæti lenti tónlistar – og leikkonan Rihanna, sem vermdi þriðja sætið í fyrra. Í þriðja sæti er fyrirsætan og leikkonan úr sjónvarpsþáttunum bresku Coronation Street; Helen Flanagan, Michelle Keegan, einnig leikkona í Coronation Street, er fjórða á listanum og í fimmta sætinu er breska fyrirsætan og sjónvarpskonan Kelly Brook.