Ný útgáfa af ofurhetjumyndinni Deadpool 2, sem ætluð er yngri áhorfendum, og yrði líklega bönnuð innan 12 hér á Íslandi, en er PG – 13 í Bandaríkjunum, hefur fengið opinbert heiti. Myndin á að heita Once Upon a Deadpool.
Upprunalega myndin var bönnuð innan 16 ára hér á Íslandi, og var með R stimpilinn í Bandaríkjunum.
Einnig hefur Fox kvikmyndaverið birt jólaauglýsingu með nýju vörumerki sem gert er sérstaklega fyrir þessa nýju útgáfu, sem inniheldur 15 mínútur af nýju efni.
Sem fyrr sagði þá er markmiðið með útgáfunni að fá börn sem ekki gátu séð upprunalegu myndina í bíó, til að sjá myndina, en endurútgáfan kemur í bíó 12. desember í Bandaríkjunum. Myndin verður sýnd fram að Jólum.
Langmest af efni myndarinnar er eins og gefur að skilja úr Deadpool 2, en búið er að „hreinsa“ efnið, til að losna við allt sem valdið gæti óhug, eins og blóðsúthellingar og gróft ofbeldi.
Nýja efnið var skrifað af aðalleikaranum Ryan Reynolds ásamt leikurunum Rhett Reese og Paul Wernick. Upptökur fóru allar fram á einum sólarhring með þessu þríeyki og litlum hópi kvikmyndagerðarmanna. Enn er ekki vitað hvort að fleiri en þau þrjú leika í atriðunum.
Auk þess sem ætlunin er að fá yngri áhorfendur í bíó, þá mun einn bandaríkjadalur af hverjum miða renna til góðs málefnis.
Framleiðendur ofurhetjukvikmynda hafa verið hikandi við að framleiða myndir bannaðar innan 16. Hávær orðrómur var um að Venom yrði bönnuð innan 16 en á endanum varð hún bönnuð innan 12, sem olli mörgum vonbrigðum.
Sagt er að Fox hafi reynt að fá Ryan Reynolds til að gera Deadpool bannaða innan 12 í mörg ár, eða síðan 2006.
Reynolds segir að núna hafi hann samþykkt að gera slíka mynd, einkum vegna þess að gefa á hluta miðaverðs til góðs málefnis.
‘Once Upon A Deadpool’: Ryan Reynolds (and Fred Savage) On Franchise’s PG-13 Plunge https://t.co/Fhgv8lHTJh pic.twitter.com/sh6K817KN3
— Deadline Hollywood (@DEADLINE) November 5, 2018