Klipptur Django fær minni aðsókn

Django Unchained, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, var frumsýnd ( aftur ) í Kína um helgina, en nú í mun færri kvikmyndahúsum en í fyrra skiptið , þ.e. í apríl sl., auk þess sem hún lendir í meiri samkeppni um áhorfendur.

Myndin hefur verið stytt um þrjár mínútur eftir að klippt höfðu verið út atriði sem yfirvöld töldu ekki eiga erindi við almenning.

Eins og við sögðum frá hér á síðunni á sínum tíma þá var myndin snögglega tekin úr sýningum sama dag og hún var frumsýnd  í apríl af „tæknilegum orsökum“.

Tekjur af myndinni nú um helgina voru 3,7 milljónir kínverskra yuan, sem er jafnvirði tæpra 602 þúsunda Bandaríkjadala. Þetta skilaði myndinni í fimmta sæti á lista yfir vinsælustu myndir þar í landi á sunnudag.

Til samanburðar þá þénaði Iron Man 3, 5.04 milljónir dala, So Young þénaði 3,17 milljónir dala og Oblivion þénaði 2,68 milljónir dala.

Talið er að eftir að myndinni var kippt úr bíó í apríl, hafi margir brugðið á það ráð að hala myndinni niður ólöglega af netinu, eða keypt sér hana á ólöglegum DVD útgáfum, og þannig muni færri koma á hana í bíó núna.

Senur sem fjarlægðar hafa verið úr myndinni eru þegar Django slátrar plantekrueigandanum og gengi hans í mikilli skothríð, þegar hundar rífa mann í sig, og sena þar sem Django og eiginkona hans eru pyntuð allsnakin.

 

Klipptur Django fær minni aðsókn

Django Unchained, nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, var frumsýnd ( aftur ) í Kína um helgina, en nú í mun færri kvikmyndahúsum en í fyrra skiptið , þ.e. í apríl sl., auk þess sem hún lendir í meiri samkeppni um áhorfendur.

Myndin hefur verið stytt um þrjár mínútur eftir að klippt höfðu verið út atriði sem yfirvöld töldu ekki eiga erindi við almenning.

Eins og við sögðum frá hér á síðunni á sínum tíma þá var myndin snögglega tekin úr sýningum sama dag og hún var frumsýnd  í apríl af „tæknilegum orsökum“.

Tekjur af myndinni nú um helgina voru 3,7 milljónir kínverskra yuan, sem er jafnvirði tæpra 602 þúsunda Bandaríkjadala. Þetta skilaði myndinni í fimmta sæti á lista yfir vinsælustu myndir þar í landi á sunnudag.

Til samanburðar þá þénaði Iron Man 3, 5.04 milljónir dala, So Young þénaði 3,17 milljónir dala og Oblivion þénaði 2,68 milljónir dala.

Talið er að eftir að myndinni var kippt úr bíó í apríl, hafi margir brugðið á það ráð að hala myndinni niður ólöglega af netinu, eða keypt sér hana á ólöglegum DVD útgáfum, og þannig muni færri koma á hana í bíó núna.

Senur sem fjarlægðar hafa verið úr myndinni eru þegar Django slátrar plantekrueigandanum og gengi hans í mikilli skothríð, þegar hundar rífa mann í sig, og sena þar sem Django og eiginkona hans eru pyntuð allsnakin.