Leikkonan Charlize Theron, sem leikur hryðjuverkamanninn Cipher í nýju Fast and the Furious myndinni, skilur ekki afhverju meðleikari hennar í myndinni, Vin Diesel, er alltaf að tala um koss þeirra í myndinni, á kynningarfundum.
Theron ræddi málið í spjallþættinum The Ellen Show, og virtist aðeins pirruð, en Diesel hefur lýst kossaatriðinu sem „stærstu stundinni í stiklusögunni“. ( biggest moment in trailer history )
Persóna Theron, Cipher, er tölvuhryðjuverkamaður sem nær að snúa Diesel á sitt band, og gegn fjölskyldu sinni.
Í atriðinu þá þrýstir Cipher munni Diesel að sínum, en samt sagði Diesel við bandaríska dagblaðið USA Today: „Veit ég hvort hún naut þess? Ó já. Koss lýgur ekki, varir ljúga ekki. Nei, nei. Hún tók þetta alla leið.“
Theron var þó í góðu skapi í spjallþættinum og átti bágt með að halda niðri í sér hlátrinum, þegar Ellen bað um hennar hlið málsins, en svaraði aðeins að frásögn Diesel væri „klikkuð“.
„Ég skil þetta ekki,“ sagði hún. „Hann fer út um allt og segir að þetta hafi verið það skemmtilegasta sem ég hafi nokkurn tímann gert.
Ég hef nú meira gaman af því þegar mennirnir hreyfa sig aðeins með. Þarna er ég að neyða hann til að kyssa mig. Það er eins og ég sé að ráðast á andlit hans með munni mínum.“