Kim Jong-il var kvikmyndanörd

Eins og flestir vita þá lést einræðisherra Norður-Kóreu nú á dögunum. Eftir dauða hans hafa undarlegustu hlutir verið opinberaðir, m.a. að hann átti kvennabúr með yfir 2000 kvenmönnum. Nú hafa borist fregnir af gríðarlegum kvikmyndaáhuga hans.

Kim Jong-il skrifaði bók um kvikmyndagerð á 8.áratug síðustu aldar sem hlaut nafnið ‘On the Art of Cinema’. Í bókinni gaf hann sjálfum sér nafnbótina ‘Genius of the Cinema’, en það sem hann átti við með því er að hann var í raun allt í kvikmyndagerð. Skv. Kim Jong-il var hann bestur í öllu; leikstjórn, leik, handritsgerð, kvikmyndatöku, búningagerð, leikmyndagerð, hljóðtökum o.s.frv.

Hann byggði gríðarlega stórt kvikmyndaver í höfuðborginni Pyongyang en þar sem hann gat ekki fundið neinn til þess að stýra verinu af ótta við að vera drepinn ef honum mistækist þá ákvað hann að ræna manneskju til að sjá um stjórn versins. Það er einnig staðfest að leikurum og leikstjórum var rænt til þess að sjá um gerð margra mynda. Kvikmyndaverið framleiddi eftir það yfir 40 myndir á ári.

Jong-il var mikið kvikmyndanörd og safnaði að sér gríðarlegu magni af kvikmyndum – yfir 40.000 stykkjum. Hann byggði sjálfum sér 7 kvikmyndahús svo hann gæti horft á kvikmyndir með fjölskyldu og ráðamönnum þjóðarinnar. Uppáhaldskvikmyndin hans var ‘Gone With the Wind’ og uppáhaldsleikkonan hans var Elizabeth Taylor. Fregnir herma að hann eigi eitt stærsta kvikmyndasafn í heimi og vestrænir viðskiptamenn eru byrjaðir að spyrjast fyrir að kaupverði þess, en ljóst er að það hleypur á milljörðum íslenskra króna.

VICe fréttamaðurinn Shane Smith ferðaðist til Norður-Kóreu og reyndi að komast að hinu sanna um stórveldi Kim Jong-il. Ef þú hefur 9 mínútur aflögu þá mæli ég með því að þú kíkir á þetta.