Kick-Ass leikarinn breski, Aaron Taylor – Johnson, 23 ára, hefur samkvæmt vefmiðlinum The Wrap, verið staðfestur í hlutverk Pietro Maximoff, betur þekktur sem Quicksilver, í Marvel myndinni Avengers: Age of Ultron.
The Wrap hefur þetta eftir aðila sem tengist myndinni.
Samningar tókust samkvæmt vefsíðunni í dag miðvikudag, en tökur myndarinnar skarast á við tökur annarrar myndar sem hann er að leika í, Godzilla.
Á tímabili var óljóst hvort að þetta myndi gera það að verkum að hann gæti ekki leikið í Avengers: Age of Ultron, en nú hefur þessu máli verið reddað.
Marvel fyrirtækið tjáir sig ekki.
Taylor-Johnson hefur verið efstur á óskalista Marvel fyrir hlutverkið síðan í júní sl.
Quicksilver er önnur af tveimur nýjum persónum sem Joss Whedon leikstjóri hyggst bæta í seríuna, en hin er Scarlet Witch.
Quicksilver og Scarlet Witch eru tvíburar, börn Magneto.
Quicksilver býr yfir ofurmannlegum hraða. Elizabeth Olsen mun leika tvíburasystur hans, Scarlet Witch.
Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Robert Downey Jr, Chris Hemsworth, Chris Evans, Mark Ruffalo and Jeremy Renner, Scarlett Johansson, Samuel L. Jackson og James Spader.
Myndin kemur í bíó 1. maí, 2015.