Leikstjórinn og leikarinn, Kevin Smith, tilkynnti í janúar að hann væri að vinna að nýrri hrollvekju og nú hefur það fengist staðfest að sú mynd verði hrollvekja um jólaófreskjuna Krampus.
Krampus er gjarnan líkt við Grýlu, en hann á rætur sínar að rekja til Þýskalands og Austurríkis. Ófreskjan setur þá krakka sem hafa verið óþægir um árið í sekk og fer með þau í grenið sitt.
„Jólasveinninn mun ekki koma fram í myndinni, við munum einbeita okkur að ófreskjunni Krampus og öllum þeim hryllingi sem honum fylgir.“ var haft eftir Kevin Smith.
Leikstjórinn hefur fengið til síns liðs fyrrum barnastjörnuna Haley Joel Osment til þess að leika í myndinni. Einnig hafa þau Justin Long, Genesis Rodriguez og Michael Parks verið staðfest í leikarahópinn.
Myndin mun bera nafnið Anti-Claus og er áætlað að frumsýna hana á kvikmyndahátíðinni í Cannes.