Kepptu í HM í mýrarbolta – Stikla

Ný athyglisverð íslensk heimildarmynd er væntanleg síðar í mánuðinum í Bíó paradís, Goðsögnin FC Kareoki. Í tilkynningu segir að myndin sé „gamansöm, stundum sprenghlægileg, mynd í fullri lengd um elsta mýrarboltalið Íslands.“

„Eftir að hafa tekið þátt í keppni á Ísafirði í tíu ár án þess að vinna nokkurn skapaðan hlut vinna þeir loks óvænt 2013. Í sigurvímuni er ákveðið að fara til Finnlands og keppa um heimsmeistaratitilinn. Ári síðar leggja þeir i hann, þeir eru undirmannaðir og eru að fara í hálfgerða óvissuferð þar sem þeir vita lítið um hvað bíður þeirra í Finnlandi.“

Í tilkynningunni segir að Goðsögning FC Kareoki hafi verið keypt af sjónvarpsstöðinni ZDF/ARTE og verið  sýnd í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og fleiri Evrópuríkjum undir nafninu „Die Schlammfussballer von Island“.

Þýsk og frönsk útgáfa af myndinni var síðan sýnd í nóvember fyrir ári og segir í tilkynningunni að hún hafi vakið talsverða athygli fyrir myndatöku, húmorinn, efnistök og landslag vestfjarða.

Myndin verður frumsýnd í Bíó paradís 19. október nk.

Kíktu á stiklu hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: