Kafbátatryllir með Harris og Duchovny – Ný stikla

Þær eru nokkrar kafbátamyndirnar sem gerðar hafa verið. Hver man ekki eftir Das Boot og The Hunt for Red October. Nú er kominn nýr kafbátatryllir, Phantom,  með engum öðrum en Ed Harris í aðalhlutverkinu, en með honum leikur einnig aðalhlutverk David Duchovny úr Californication þáttunum.

Hér er kominn fyrsta stiklan fyrir myndina, en myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum:

Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars William Fichtner, Sean Patrick Flanery, Johnathon Schaech, Lance Henriksen, Jason Beghe, Jason Gray-Stanford og Julian Adams.

Söguþráðurinn er á þessa leið: Ed Harris leikur skipstjóra kjarnorkukafbáts í kalda stríðinu. Harris hefur verið að fá áföll sem hafa haft áhrif á skynjun hans á veruleikanum. Hann neyðist til að yfirgefa eiginkonu og dóttur þegar hann er kallaður út í háleynilega ferð þar sem fortíðin ásækir hann ásamt því sem hópur KGB manna, sem David Duchovny er í forsvari fyrir, reyna að ná stjórn á kafbátnum og kjarnorkuflaugunum.

Skipstjórinn er nú með örlög mannkyns á herðunum, og uppgötvar að hann hefur verið valinn í þessa sendiför í þeirri trú að honum muni mistakast.

Plakatið er hér fyrir neðan:

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 1. mars nk.