Eins og í 66 öðrum löndum þar sem myndin var frumsýnd í núna um helgina, þá fór Jurassic World beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með margfaldar tekjur á við myndina í öðru sæti, Spy, eða tæpar 10 milljónir króna.
Myndin sló heimsmet um helgina þegar hún varð tekjuhæsta frumsýningarmynd sögunnar og þénaði 511,8 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem mynd þénar meira en 500 milljónir dala á einni sýningarhelgi í heiminum.
Í þriðja sæti er íslenska verðlaunamyndin Hrútar, sem heldur áfram að heilla bíógesti hér á landi. Í fjórða sæti er jarðskjálftatryllirinn San Andreas og í fimmta sætinu situr hin æsihraða Mad Max: Fury Road!
Sjáðu íslenska bíólistann í heild sinni hér fyrir neðan: