Leikkonan munnstóra Julia Roberts er að fara að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mona Lisa Smile. Hún framleiðir einnig myndina, í gegnum eigið framleiðslufyrirtæki sem nefnist Shoelace Productions. Myndin fjallar um unga konu, frjálslynda og nýútskrifaða úr Berkeley háskóla sem fer til Wellesley til þess að kenna þar árið 1953. Handritið er skrifað af Mark Rosenthal ( Mighty Joe Young ) en lítið er enn vitað um myndina svo sem hver leikstýrir eða leikur önnur aðalhlutverk. Næsta mynd Roberts er hin stjörnum prýdda Oceans 11 sem kemur út snemma í næsta mánuði í kvikmyndahús vestra.

