Náðu í appið
Öllum leyfð

Mighty Joe Young 1998

Justwatch

Frumsýnd: 19. mars 1999

Survival is an instinct.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Myndin hefst þegar veiðiþjófar ráðast á hóp af górillum. Dýraverndunarmenn berjast gegn veiðiþjófunum sem endar með því að ein górilla og móðir ungs barns deyr. Í öllum atganginum þá ræðst tiltölulega stór górilluungi á aðalveiðiþjófinn og bítur af honum þumalfingur og vísifingur. Næst hoppum við fram í tíma en þá er unga stúlkan sem missti... Lesa meira

Myndin hefst þegar veiðiþjófar ráðast á hóp af górillum. Dýraverndunarmenn berjast gegn veiðiþjófunum sem endar með því að ein górilla og móðir ungs barns deyr. Í öllum atganginum þá ræðst tiltölulega stór górilluungi á aðalveiðiþjófinn og bítur af honum þumalfingur og vísifingur. Næst hoppum við fram í tíma en þá er unga stúlkan sem missti móður sína orðin fullorðin og górillan er orðin risastór og vegur 900 kg. Þau eru bestu vinir og leika sér saman. Þegar veiðiþjófar birtast á nýjan leik, þá sannfærir einn fulltrúi náttúruverndarsamtaka Kaliforníu hana um að flytja górilluna, sem hún kallar Joe Young, í dýraathvarf. Þegar þau eru komin þangað þá birtist aðal veiðiþjófurinn á nýjan leik og leitar hefnda. Þetta endar með því að hann fer að hrella górilluna, en górillan sleppur út og hræðir nú íbúa Los Angeles borgar. ... minna

Aðalleikarar


Að mínu mati er þetta bara hundleiðinleg mynd. Bekkurinn minn fékk einu sinni að velja videospólu og þessi varð fyrir valinu. Ég sofnaði yfir henni. Myndin á að fjalla um einhverja konu sem er að reyna að bjarga górillu (Joe) og auðvitað kemur eitthvað ömurlegt atriði þar sem Joe gerir eitthvað sem er ómögulegt í raunveruleikanum og það á að hrífa mann, koma manni til að grenja eða eitthvað. Þessi mynd er bara alltof væmin fyrir minn smekk og meira til. Hún er ekki stjörnu virði hjá mér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín fjölskyldumynd sem segir frá risavaxinni górillu að nafni Joe. Hann hefur búið allt sitt líf í frumskógum Afríku án þess að umheimurinn viti af tilvist hans en það breytist einn daginn þegar vísindamaður nokkur (Bill Paxton) rekst á hann. Veiðiþjófar og fleiri óprúttnir náungar hugsa sér gott til glóðarinnar því að svo sjaldgæft dýr er mjög verðmætt. Það er því ráðið á að flytja Joe til Bandaríkjanna í dýragarð til þess að bjarga lífi hans. Það gengur samt ekki alveg vandalaust þar sem enn eru menn sem vilja veiða hann sér til gróða. Þetta er að mörgu leiti dæmigerð Disney mynd og því frekar ófrumleg. Söguþráðurinn er þokkalegur en flestir leikarar eru hér í meðallagi. Tæknibrellurnar eru ansi magnaðar þar sem górillan er í flestum tökum tölvugerð og lítur mjög raunverulega út, enda var myndin tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur. Það er ekki mikið meira um þessa mynd að segja - hún gengur vel upp sem fjölskyldumynd og maður getur skemmt sér þokkalega ef maður gerir ekki of miklar kröfur, þó er hún reyndar í lengra lagi miðað við innihald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn