Jones rekur beljur

Tommy Lee Jones hefur ákveðið að endurgera John Wayne vestrann The Cowboys, frá árinu 1972, sem leikstýrt var af Mark Rydell.

Jones leikstýrði vestra árið 2005, The Three Burials of Melquiades Estrada, og er nú reiðubúinn að setja upp hattinn og klæðast kúrekastígvélunum á nýjan leik, en The Cowboyz er af mörgum talin ein besta mynd John Wayne.

Tommy-Lee-Jones-John-Wayne-Cowboys-535x205

Wane, sem hefði orðið 105 ára 26. maí sl., sagði þetta um hlutverkið: „Í þessari mynd, leik ég 60 ára gamlan bónda með 11 krakka í minni umsjá og ég reyni að láta þau öll hjálpa mér að reka kúahjörð frá einum stað á annan.“

Í upprunalegu myndini lék Bruce Dern illmenni myndarinnar, en myndin fjallar um það þegar bóndi þarf að safna saman hópi nýgræðinga til að reka kúahjörð 400 mílna leið.

Warner Bros framleiðir myndina ásamt Donald De Line.

Jones hefur sýnt góða vestratakta í myndum eins og The Missing og No Country for Old Men, en einnig í myndum eins og The Fugitive og U.S. Marshals.

Hægt er að sjá Jones næst á hvíta tjaldinu nú í haust með Robert De Niro í Luc Besson mafíumyndinni The Family, en hann skrifaði einnig handritið, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í myndinni The Homesman, sem einnig er væntanleg.

Hér fyrir neðan má skoða stiklu fyrir upprunalegu The Cowboys: